Bókanir bása fara í gegnum heimasíðuna gullthorpid.is, á staðnum eða í gegnum síma xxx-xxxx. Ef einhver vandamál koma upp við bókun í gegnum heimasíðu er best að hafa samband símleiðis eða með því að senda tölvupóst á gullthorpid@gullthorpid.is

Til þess að eiga rétt á endurgreiðslu þarf afbókun að berast með a.m.k. 14 daga fyrirvara og miðast það við fyrsta dag leigutímabils.

 

Verð

Verð á heimasíðu eru öll með virðisauka.

Ef um er að ræða fyrirtæki með bás ber það fyrirtæki ábyrgð á að skila inn réttum upplýsingum til skatts sem og að tilkynna við skráningu á básnum ef verið er að selja VSK vörur.

 

Þóknun

Þóknuninn hjá GullÞorpsins er 20% sem dregið er af heildarsölu áður en hagnaður er greiddur út til bása leigjenda.

Hagnaður er alltaf greiddur inn á reikning hjá þeim sem skráður er fyrir básnum.

Hagnaður er greiddur í lok leigutíma.

 

Básar

Básaleigjendi

Hægt er að leigja bása í gegnum heimasíðuna gullthorpid.is.

 

Móttaka fyrir básaleigjendur  er á föstudögum kl 16 -18 eða frá kl. 10 til 11 á laugardögum. Ef viðkomandi er ekki mættur kl 10 fyrir gerir hann rétti sínum á sölubás og áskilur Gullþorpið því sér rétt til að fella niður bása pöntunina án nokkurar endurgreiðslu. Ef þú getur með engu móti mætt á þessum tíma þarftu að láta okkur vita af því fyrir kl 10 tölvupóst gullthorpid@gullthorpid.is

 

Afbóka þarf með amk. 14 daga fyrirvara til þess að eiga rétt á endurgreiðslu. 

 

Best er að senda tölvupóst á gullthorpid@gullthorpid.is .

Ekki er heimilt að festa neitt á básinn nema með leyfi. 

Ef vörur  fara út fyrir básinn þá verða þær fjarlægðar án viðvörunar.   

Leigjandi sér sjálfur um og ber ábyrgð á verðmerkingum sjálfur. 

Básaleigjendur verða að fylgjast með sínum básum, fylla á ef þörf er á og halda snyrtilegum.

Við lok básaleigu skal leigjandi skila bás af sér í síðasta lagi  einni klukkustund feftir lokun á síðasta degi leigutímans.

Bása Leigjandi ber sjálfur ábyrgð á að tæma básinn. Ef enginn kemur 1 klst eftir lokun síðasta dag leigu, þá munu starfsmenn okkar taka vörurnar niður og rukka fyrir það afgreiðslugjald upp á 4.000 kr. Einnig er möguleiki að semja við okkur fyrirfram um að tæma básinn fyrir 2.000 kr.

Vörur eru geymdar í allt að 5 daga. Rukkað er fyrir hvern auka dag í geymslu 1.000 kr. Ef vörur eru ekki sóttar innan 5 daga þá eru vörur í eigu Gullþorpsins eftir það. 

Outlet

Fyrirtæki geta sent okkur fyrirspurn um að fá að vera með vörur í Outlet svæðinu okkar með tölvupóst á gullthorpid@gullthorpid.is 

 

Vöruskilmálar

Seljandi er ábyrgur fyrir því að hafa ótakmarkaðan eignarrétt á vörum sínum og rétt til þess að selja þær í básnum. Óheimilt er að selja ólöglegar, falsaðar eða skaðlegar vörur eða aðrar vörur sem starfsfólk telur ekki við hæfi. 

Nafnspjöld eða önnur slík markaðssetning er ekki leyfileg í básunum. 

Ef þessu er ekki framfylgt verða vörur úr tilteknum básum fjarlægðar án fyrirvara. 

Starfsfólk hefur einnig rétt á að vísa frá eða fjarlægja vörur, sem metnar eru skaðlegar fyrir ímynd eða staðla verslunarinnar, eins og til dæmis skítugar, illa lyktandi eða götóttar vörur. 

Ath. að notuðum vörum sem keyptar eru í Gull Þorpsins fæst hvorki skilað né skipt. Varan er keypt í því ástandi sem hún er í og er því á ábyrgð kaupanda eftir greiðslu. Ef óskað er eftir verðbreytingu á vörum meðan á básaleigu stendur, þarf að setja nýja verðmiða. Verðmiðar sem hafa verið breyttir eða strikað yfir eru ógildir. 

GullÞorpið ber ekki ábyrgð á týndum eða stolnum vörum. 

Mikilvægt er að fara reglulega yfir tapað fundið vöru hornið okkar og láta starfsfólk okkar vita ef þú hefur fundið vöruna þína.

Húsið er vaktað af starfsfólki, öryggismyndavélum  og erum með öryggishlið.

Gullþorpið ber enga ábyrgð á týndum , stolnum né skemmdarverkum á vörum. 

Ef eldsvoði á sér stað eða vatnsskaði er Gullþorpið ekki bótaskylt.

 

Trúnaður

GullÞorpið lofar viðskiptavinum fyllsta trúnaði og mun ekki gefa upp persónulegar upplýsingar til þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

 

 

Opnunartímar
Laugardaga 11-17
Sunnudaga 11-17
Lokað mánudag- föstudag nema annað komi fram.