Þú bókar svæði sem hentar best

Velur svæði

1, 2, 3 eða 4 helgar. Þegar bókunarferli er lokið og greiðsla mótekin, mun þér berast email með aðgangsupplýsingum að "mitt svæði", þá getur þú hafið skráningu á þínum vörum.

 

SKRÁNING Á VÖRUM

Þegar þú hefur skráð þig inn á "mínar síður" á gullthorpid.is getur þú skráð þínar vörur og verðlagt þær á því verði sem þér þykir sangjarnt. Það er gert með því að fara í “Product” og ýta á “add” og slærð inn þær upplýsingar sem er óskað eftir til að ljúka skráningu á hverri vöru fyrir sig

Þar skráir þú inn greinagóða lýsingu á vörunni eins og “Hvítur Adidas bolur” eða “Svartir Nike skór”, Stærð, Bása númer og verðleggur.

Básanúmer kemur sjálkrafa inn í vöruleit, samkvæmt þeim upplýsingum sem eru settar á vöru við skráningu, svo það er ekki nauðsýnlegt að setja það í "vöruheiti"

  

SKRÁNING Á BANKAUPPLÝSINGUM

Til þess að við getum greitt þér út þinn söluhagnað verður þú að skrá inn bankaupplýsingar.

Bankaupplýsingar má skrá með því að fara inn á notenda stillingar þínar á "Mínar Síður" og slá inn Banka, Höfðubók og Reikning og við leggjum inn þinn söluhagnað að frádregni söluþóknun okkar (20%) inn á þinn reikning innan 72 stunda eftir að leigutímabili þínu líkur.

Athugaðu að ekki er hægt að greiða út söluhagnað fyrr en bankaupplýsingar hafa verið skráðar inn!

UPPHAF LEIGUTÍMABILS

Við upphaf leigutímans er þér velkomið að koma kl 16-18 á föstudögum eða 10-11 á laugardegi áður en við opnum um helgar (einnig er hægt að koma með áfyllingu á Sunnudögum á opnunartíma)

Innifalið

Herðatré

Verðmiðar (Límmiðar)

Merkimiðar (Pappamiðar fyrir merkibyssu)

 

MYNDATÖKUR

Við hvertjum alla seljendur til þess að taka myndir af sem flestum vörum þar sem við erum með góða vöruleit á vef gullidmitt.is einnig má deila þeim inn á sölusíðuna okkar á facebook sem heitir “Vörur til sölu - Gullþorpið” til þess að auka sýnileika sinna vara, 

  

VERÐBREYTINGAR OG AFSLÁTTUR AF BÁS

Þér er frjálst að gera verðbreytingar á vöru hvenær sem er á meðan leigutímabili þínu stendur. Þú framkvæmir verðbreytingar með því að fara inn á "mínar síður" á gullthorpid.is, ferð í "products" og velur þá vöru sem þú ætlar að breyta verðinu á. Athugaðu að hvort sem nýr verðmiði er settur á vöru eða ekki,  mun nýja verðið skila sér til kaupanda.

Vegna þess að allar vörur eru merktar með strikamerki, lýsingu og verði þarf að prenta út nýjan miða og koma fyrir á vörunni svo rétt verð komi fram á merkingu til kaupanda.

Kjósir þú að gefa afslátt af öllum vörum í þínum bás á meðan leigutímabili stendur er best að hafa samband við okkur í afgreiðslu eða í gegnum tölvupóst gullthorpid@gullthorpid.is 

Outlet svæðið

Fyrirtæki  geta haft samband við okkur gullthorpid@gullthorpid.is  um frekari upplýsingar , samningur á hverju sinni.